Prófarkalestur og yfirlestur

Prófarkalesum lokaritgerðir háskólanema í grunn og framhaldsnámi, texta fyrir vefsíður og Facebook-síður, auglýsingar, upplýsinga- og kynningarefni og margt fleira.

Lesum yfir handrit, matseðla, verðlista, viðskiptaáætlanir, boðskort og glærukynningar. Aðstoðum við gerð ferilskráa og kynningarbréfa.

Prófarkalestur felur í sér lestur yfir texta áður en hann er birtur, hvort sem er á skjá eða prenti.  Tilgangurinn er að finna og leiðrétta villur í innslætti, stafsetningu, greinarmerkjum eða málfræði.

Yfirlestur felur í sér skoðun á heildarútliti og ýmsum þáttum í uppsetningu. Nefna má stafagerð, fyrirsagnir, málsgreinar, efnisgreinar, kaflaskiptingar og notkun á myndefni, töflum og litum.

Einnig þarf að huga að stíl, flæði, samhengi og samræmi. Í ritgerðum er nauðsynlegt að efnisyfirlit, myndaskrár, töfluskrár og heimildaskrár sé rétt uppsettar.

Margir þekkja sjálfvirka athugun á stafsetningu í Word og öðrum ritvinnslutólum. Þó vita allir sem vinna með ritað mál að ekkert kemur í staðinn fyrir mennskan prófarkalestur og yfirlestur. Þar vinna augu og hugur saman að vönduðum og læsilegum texta sem hæfir tilefninu.

Villulaus og vandaður texti og smekklegt heildarútlit gefur til kynna áreiðanlegt verk og ber vitni um vandvirkni þess sem skrifar.

Við aðstoðum þig við prófarkalesturinn og yfirlesturinn.

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.