Textagerð og textavinnsla

  • Textagerð og textavinnsla fyrir vefsíður og Facebook-síður
  • Texti fyrir auglýsingar, upplýsingaefni og kynningarefni
  • Umskrift og endurskrift
  • Gerð útdrátta og ágripsgerðir
  • Gerð atriðisorðaskráa og heimildaskráa
  • Skráning efnisorða og leitarvélabestun (SEO)

Texti fyrir vefsíður og Facebook-síður

Ein helsta tenging fyrirtækja og stofnana við almenning er í gegn um vefsíður og Facebook-síður og heimsókn á vefsíður og Facebook-síður eru oft fyrstu kynni fólks af fyrirtækjum og stofnunum. Ef textinn á þessum miðlum er ekki vandaður og hæfir ekki tilefninu geta þessi fyrstu kynni orðið þau síðustu.

Til að auka umferð um þessa miðla er besta leiðin að birta góðan texta sem hæfir tilefninu og Google-leitarvélin á auðvelt með að finna.

Góður texti bætir upplifun

Villur eru algengari en ætla mætti þegar kemur að stafsetningu, greinarmerkjasetningu og málfræði, jafnvel á vefsíðum og Facebook-síðum vel þekktra fyrirtækja og stofnana.

Einföld leið til að betrumbæta upplifun af vefsíðum og Facebook-síðum  er að uppræta villur og ambögur í texta.

Fyrirtæki sem lætur frá sér „óhreinan“ texta býður þeirri hættu heim að viðskiptavinur dæmi um leið fyrirtaks vöru og  þjónustu sem ótrygga og óvandaða.

Því er til mikils er að vinna að koma í veg fyrir slíka fordóma.

Góður texti fangar augað

Margir sem leita að vöru eða þjónustu á vefnum lesa ekki texta orð fyrir orð heldur skanna eða renna augunum yfir hann. Því þarf textinn að vera auðskiljanlegur og kjarnyrtur.

Góður texti snýst ekki bara um hvatningu og upphrópanir heldur verður textinn að segja til um hvernig á að kaupa vöruna eða þjónustuna og hversu auðvelt það er.

Góður texti er vinalegur, hvetur til þess að honum sé deilt og hann skilar sér í viðeigandi niðurstöður leitarvéla.

Góður texti skapar traust

Sum fyrirtæki verja miklum tíma og fjármunum í hönnun vefsíðna en ekki nægum tíma og fé í innihald, þ.m.t. texta, þegar kemur að lýsingu á vöru og þjónustu.

Finni lesandinn ekki þær upplýsingar sem hann leitar að, eða ef upplýsingar eru óljósar eða misvisandi er næsta fyrirtæki aðeins einum músar- eða skjásmelli í burtu.

Þvi er skynsamlegt til langs tíma að vanda til verka þegar kemur að því að skrifa texta sem viðheldur áhuga þeirra sem heimsækja vefsíður og Facebook-síður fyrirtækja og stofnana.

Við aðstoðum þig við textagerð fyrir vefsíður og Facebook-síður.

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.

Texti fyrir auglýsingar, upplýsingaefni og kynningarefni

Fáar vörur eða þjónusta lifir af án auglýsinga- eða kynningartexta.

Hvernig textinn er skrifaður og hvernig honum er komið á framfæri getur skilið á milli feigs og ófeigs.

Textinn verður að hæfa þjónustunni eða vörunni og þeim sem á að kaupa hana.

Textinn þarf að koma staðreyndum á framfæri, vera skýr og þéttur.

Forðast þarf óþörf skrautorð og nota sem fæst og styst orð. Það sama á við um vöru- og þjónustulýsingar.

Við aðstoðum þig við auglýsinga-, upplýsinga- og kynningartextann.

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.

Umskrift og endurskrift

Góður texti hefur oft gott af umskrift eða endurskrift, leiðréttingum, viðbótum, úrfellingum og ritvinnslu til að verða frábær texti. Þessu eru textasmiðir og rithöfundar sammála. Stundum köllum við þessa vinnu textahjúkrun.

Ný og óþreytt augu, gagnrýnin hugsun og fínstilling á stíl er stundum allt sem til þarf. Orðabækur og annar málfars-hugbúnaður er ómissandi og hafa þarf í huga viðurkennda staðla, hefðir og venjur. Einnig þarf að fara eftir auglýsingum um íslenska stafsetningu og greinamerkjasetningu.

Við aðstoðum þig við umskrift og endurskrift.

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.

Gerð útdrátta og ágripsgerðir

Útdráttur úr einhverju, t.d. ritgerð, skýrslu eða bók, er stutt yfirlýsing eða yfirlit um aðalatriði efnisins og felur ekki í sér smáatriði eða aukaatriði.

Ágrip er stutt yfirlit sem sem felur í sér mikilvægustu atriðin t.d. í dómskjali (skjali sem lagt er fram fyrir dómi) eða nokkrum tengdum dómskjölum.

Við aðstoðum þig við útdráttinn og ágripsgerðina.

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.

Gerð atriðisorðaskráa og heimildaskráa

Atriðisorðaskrá eða efnisorðaskrá er nákvæm stafrófsröðuð skrá eða listi nafna, staða eða viðfangsefna ásamt númerum þeirra blaðsíðna sem þau koma fyrir. Oftast er atriðisorðaskrá komið fyrir aftast í prentuðu efni.

Heimildaskrá er skrá eða listi yfir það efni – oftast bækur eða greinar – sem notað er sem heimild við ritun t.d. bóka, greina eða ritgerða.

Við aðstoðum þig við atriðisorðaskrána og heimildaskrána.

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.

Efnisorð og leitarvélabestun (Search Engine Optimization, SEO)

Góður texti getur getur aukið umferð um vef- og Facebook-síður.

Að nota rétt efnisorð (e. atriðisorð) er mikilvægt þegar kemur að Google.

Efnisorð er orð eða orðasamband sem lýsir efni eða atriði. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn heldur utan um íslensk efnisorð í svokallaðri Lykilskrá sem er aðgegnileg á vef safnsins.

Viðeigandi efnisorðum verður að koma haganlega fyrir í texta vefsins svo þau ýti undir þau skilaboð sem textinn á að koma á framfæri.

Að skrifa góðan efnis-texta krefst fágunar, færni og kunnáttu.

Möguleikar til að komast í samband við viðskiptavini á netinu eru nánast óteljandi.

Óvandaður texti má ekki takmarka þá möguleika.

Við aðstoðum þig við efnisorðin og leitarvélabestunina.

Vönduð vinna og sanngjarnt verð.