Umsagnir og meðmæli viðskiptavina

Hér eru umsagnir og meðmæli frá nokkrum af okkar ágætu viðskiptavinum:

|

Arnar hjá Textalandi las yfir meistaraverkefnið mitt til M.Ed.-gráðu. Hann kom með markvissar og góðar ábendingar varðandi orðalag og benti á starfsetningar- og málfarsvillur. Þjónustan er fagmannleg, vinnubrögðin framúrskarandi og viðmótið frábært. Textaland fær mín bestu meðmæli.

Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir

Arnar hjá Textalandi prófarkalas lokaritgerðina mína til BA gráðu. Hann kom með góðar ábendingar um það sem betur mætti orða og benti á stafsetningar- og málfarsvillur. Mjög fljót og góð þjónusta og mjög vönduð vinnubrögð.

Heiðrún Harðardóttir | Ferðamálafræðingur

Textaland yfirfór þýðingu á prófi sem ég legg fyrir á námskeiðum. Það verk var leyst fljótt og vel. Auk þess að benda á það sem betur mátti fara varðandi málfar og stafsetningu, fylgdu góð ráð um útlit og uppsetningu. Mjög sátt við vinnuna og mæli með Textalandi.

Steinunn Eva Þórðardóttir | Hér núna

Við leitum til Textalands ef við þurfum að láta lesa yfir prófarkir af ýmsu prentuðu efni sem við framleiðum fyrir viðskiptavini okkar. Vönduð vinnubrögð og skjót og góð þjónusta.

Tinna Ósk Grímarsdóttir | Smáprent

Ég leitaði til Textalands þegar mig vantaði yfirlestur og ráð varðandi ferilskrá. Arnar skilaði af sér sínum hugmyndum mjög fljótt og örugglega og kom með hnitmiðaðar og afar góðar lausnir. Ég er mjög ánægð og mæli tvímælalaust með Textalandi!

Sigríður Sigurðardóttir | Sérfræðingur í upplýsingatækni

Arnar hjá Textalandi hefur komið til okkar með hugmyndir að viðtölum. Með góðum fyrirvara skilar hann prýðilegum texta og vel frá gengnum verkum með fyrirsögnum, millifyrirsögnum, ljósmyndum og myndatexta.

Við ráðfærum okkur við Textaland þegar þarf að textasetja myndefni, lesa yfir kreditlista og ganga frá öðrum texta. Hann er vandvirkur og áreiðanlegur og skilar verkefnum á umsömdum tíma.

Heiðar Mar Björnsson | Muninn kvikmyndagerð