Textagerð ꞏ Prófarkalestur ꞏ Þýðingar ꞏ Blaðamennska ꞏ Vefstjórn ꞏ Ráðgjöf

Fyrir einstaklinga, háskólanema, félagasamtök, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki.

Fagleg, fjölbreytt og persónuleg þjónusta.

Sendu okkur póst

Hringdu 862-5678

Textagerð og textavinnsla

Skrifum og vinnum vandaðan texta sem hæfir tilefninu. Texti fyrir blöð og bæklinga, vefsíður og Facebook-síður, auglýsingar, upplýsingaefni og kynningarefni og fréttir og fréttatilkynningar. Bjóðum einnig upp á umskrift og endurskrift, ágripsgerð, gerð atriðisorðaskráa, heimildaskráa og útdrátta fyrir bækur, skýrslur, ritgerðir o.fl.

Prófarkalestur og yfirlestur

Lesum yfir lokaritgerðir háskólanema í grunn- og framhaldsnámi, blöð og bæklinga, skýrslur og texta fyrir vefsíður og Facebook-síður, auglýsingar, upplýsingaefni og kynningarefni og fréttir og fréttatilkynningar. Lesum yfir handrit, matseðla, verðlista, viðskiptaáætlanir, boðskort og glærukynningar. Aðstoðum við gerð ferilskráa og kynningarbréfa.

Þýðingar og staðfæringar

Þýðum og staðfærum texta af ensku á íslensku og af íslensku á ensku fyrir vefsíður og Facebook-síður, auglýsingar, upplýsingaefni og kynningarefni, matseðla, verðlista, þjónustukannanir, eyðublöð, vottorð, skírteini, skýrslur o.fl.

Blaða- og fréttamennska

Efnisöflun, skrif og frágangur greina, viðtala, upplýsingaefnis og kynningarefnis, frétta og fréttatilkynninga. Einnig ljósmyndun, kvikmyndataka, myndvinnsla og eftirvinnsla í samvinnu við Muninn kvikmyndagerð.

Vefstjórn og vefritstjórn

Er vefurinn eða Facebook-síðan stöðnuð eða efnisrýr? Greining, efnisskrif, textagerð, framsetning og uppsetning efnis, myndvinnsla o.fl. Einnig greining og skráning efnisorða sem gagnast fyrir „leitarvélabestun“ (SEO).

Ráðgjöf

Ýmis konar ráðgjöf, leiðbeiningar og tilsögn á sviði textagerðar og ritaðs máls. 12 ára reynsla af margvíslegri vinnu með texta af öllu tagi í fjölbreyttum miðlum.

Nokkrar umsagnir viðskiptavina

„Arnar hjá Textalandi las yfir meistaraverkefnið mitt til M.Ed.-gráðu. Hann kom með markvissar og góðar ábendingar varðandi orðalag og benti á starfsetningar- og málfarsvillur. Þjónustan er fagmannleg, vinnubrögðin framúrskarandi og viðmótið frábært. Textaland fær mín bestu meðmæli.“

Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir

„Arnar hjá Textalandi prófarkalas lokaritgerðina mína til BA gráðu. Hann kom með góðar ábendingar um það sem betur mætti orða og benti á stafsetningar- og málfarsvillur. Mjög fljót og góð þjónusta og mjög vönduð vinnubrögð.“

Heiðrún HarðardóttirFerðamálafræðingur

„Textaland yfirfór þýðingu á prófi sem ég legg fyrir á námskeiðum. Það verk var leyst fljótt og vel. Auk þess að benda á það sem betur mátti fara varðandi málfar og stafsetningu, fylgdu góð ráð um útlit og uppsetningu. Mjög sátt við vinnuna og mæli með Textalandi.“

Steinun Eva Þórðardóttir
Steinun Eva ÞórðardóttirHér núna

„Ég leitaði til Textalands þegar mig vantaði yfirlestur og ráð varðandi ferilskrá. Arnar skilaði af sér sínum hugmyndum mjög fljótt og örugglega og kom með hnitmiðaðar og afar góðar lausnir. Ég er mjög ánægð og mæli tvímælalaust með Textalandi!“

Sigríður SigurðardóttirSérfræðingur í upplýsingatækni

„Við leitum til Textalands ef við þurfum að láta lesa yfir prófarkir af ýmsu prentuðu efni sem við framleiðum fyrir viðskiptavini okkar. Vönduð vinnubrögð og skjót og góð þjónusta.“

Tinna Ósk Grímarsdóttir
Tinna Ósk GrímarsdóttirSmáprent

„Arnar hjá Textalandi hefur komið til okkar með hugmyndir að viðtölum. Með góðum fyrirvara skilar hann prýðilegum texta og vel frá gengnu verki með fyrirsögnum, millifyrirsögnum, ljósmyndum og myndatexta.“

Magnús Magnússon
Magnús MagnússonSkessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

„Við ráðfærum okkur við Textaland þegar þarf að textasetja myndefni, lesa yfir kreditlista og ganga frá öðrum texta. Hann er vandvirkur og áreiðanlegur og skilar verkefnum á umsömdum tíma.“

Heiðar Mar Björnsson
Heiðar Mar BjörnssonMuninn kvikmyndagerð

Við erum Textaland

Arnar Óðinn Arnþórsson

Arnar Óðinn Arnþórsson

Upplýsingafræðingur

Arnar hefur skrifað og unnið með texta til opinberrar birtingar síðan 2006. Áður en hann stofnaði Textaland ehf. starfaði hann m.a. sem skjalastjóri og sérfræðingur hjá Norðuráli, deildarstjóri hjá Bókasafni Kópavogs og fulltrúi hjá Neytendastofu og Samkeppnisstofnun (nú Samkeppniseftirlitið).

Einnig stundaði Arnar starfsnám hjá Safnadeild RÚV og upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis. Lokaverkefni hans til B.A. prófs heitir Skagablaðið: Efnisskrá um bæjarlíf á Akranesi ágúst - október 1984. Í dag starfar hann sem sérfræðingur í skráningu og umsýslu með rafrænu efni á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.

Í frístundum nýtur Arnar stunda með fjölskyldu og vinum. Hann hlustar á tónlist og sækir tónleika, leikur á trommusettið sitt og spilar stundum á dansleikjum. Hann fylgist með fótbolta og körfubolta, tekur þátt í starfi ÍATV og er myndatökumaður í lausamennsku hjá RÚV.

Halla Sigríður Bragadóttir

Halla Sigríður Bragadóttir

Upplýsingafræðingur

Halla hefur sinnt fjölbreyttum störfum m.a. hjá Landspítalanum, Orkuveitunni og Símanum. Í dag starfar hún hjá Ritara ehf.

Halla starfaði fyrir nemendafélagið Katalogos á námsárum sínum í Háskóla Íslands. Þar var hún vefstjóri, ritari og formaður um tíma.

Halla er með B.A. próf í bókasafns- og upplýsingafræði og hefur einnig lokið einkaþjálfaraprófi í Einkaþjálfaraskóla World Class.

Í frístundum leggur Halla stund á hreyfingu, útivist og handavinnu. Hún les mikið, ferðast um landið, dundar sér í eldhúsinu og nýtur þess að vera með fjölskyldunni.

Álfur

Álfur

Mannauðsstjórn og gæðaeftirlit

Álfur hefur loppu í bagga þegar kemur að mannauðsstjórn og gæðaeftirliti. Hann gætir þess sérstaklega að ekkert verk sé unnið á fastandi maga og um leið að hann sjálfur sé aldrei svangur.

Einnig leggur Álfur mikla áherslu á að allir séu útsofnir og vel upplagðir fyrir verkefni dagsins. Þetta gerir hann með að ganga úr skugga um að allir séu sofnaðir með því að vekja þá. Álfur sýnir gott fordæmi þegar kemur að hvíld og afslöppun milli verkefna.

Enn fremur finnst Álfi miklu skipta að verðlauna mannauðinn fyrir vel unnin verk með ýmis konar ætilegum kræsingum, aðallega harðfiski. Hann tekur þá að sér það fórnfúsa verkefni að gæðaprófa, og oftar en ekki ljúka við að borða hið herta góðgæti áður en aðrir fá tækifæri til að leggja það sér til munns.

Hlutverk

Textaland veitir einstaklingum, háskólanemum, félagasamtökum, sveitarfélögum, stofnununum og fyrirtækjum faglega, fjölbreytta og persónulega þjónustu á sviði textagerðar og ritaðs máls.

Gæðastefna

Textaland hefur að markmiði að uppfylla kröfur og óskir viðskiptavina og samstarfsaðila um fagleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð þar sem hvert orð skiptir máli. Verkefnum skal skilað á umsömdum tíma.

Umhverfisstefna

Textaland leitast við að nota umhverfisvænar vörur, þ.m.t. Svansvottaðan pappír, prenthylki og raftæki og gætir þess að endurnýta og flokka á ábyrgan hátt.